Mánudagur
Hæ gott fólk,
Sit hérna heima hjá mér í drasli eins og venjulega. Helgin var alveg ágæt. Föstudagur fór í það að kíkja í bíohús og þar var Súperman Returns tekinn inn fyrir hugvit. Myndin bara alveg ágæt. Á eftir fór ég með Brian og Christine, tvö úr gamla bekknum, á pöbb á eftir og svei mér þá það varð úr þessu alveg ferlega skemmtilegt fyllerí. Ég fór ekki heim fyrr en um 6 um morgun. Laugardagurinn fór í að liggja í þynnku og ég held að ég geti hreinlega sagt að ég hafi misst af bjartari hluta laugardagsins. Undir lok dags var tekið á smá video glápi.
Sunnudagur fór í að slá smá grasblett, vökva og gefa kisum að borða. Svo tók við smá tölvugrúsk hjá vini rétt hjá og já...allt í einu var helgin búin. Ég eldaði mér mjög grunsamlegan pottrétt úr afgöngum, en nú er ég líklega að hafa það. Matareitrun virkar hraðar en þetta...held ég.
Annars er ég bara að vinna þessa dagana og reyna að koma smá fókus á ritgerðarmál. Framundan er svona nokkuð ljóst hvað ég þarf að gera.
Sólrún, Dísa og Alexander byrja öll í skólanum í þessari viku. Sólrún raunar í morgun. Annað er nú ekki að frétta.
Ég dett stundum í hugsanir. Það er nú gott hugsið þið nú með ykkur. En já var að hugsa um texta í söngvum. Coldplay á alveg ágætis texta. Ég er mikið að hlusta á Clocks lagið þessa dagana. Magni tók það í Rockstar þættinum fyrir þau ykkar sem vitið hvað það er. Mæli með því að þið dúndrið laginu í eyra ykkar og spáið í textanum.
Jæja best að skella sér í bólið. Ég skal reyna að vera skemmtilegri næst.
kv.
Arnar Thor
Sit hérna heima hjá mér í drasli eins og venjulega. Helgin var alveg ágæt. Föstudagur fór í það að kíkja í bíohús og þar var Súperman Returns tekinn inn fyrir hugvit. Myndin bara alveg ágæt. Á eftir fór ég með Brian og Christine, tvö úr gamla bekknum, á pöbb á eftir og svei mér þá það varð úr þessu alveg ferlega skemmtilegt fyllerí. Ég fór ekki heim fyrr en um 6 um morgun. Laugardagurinn fór í að liggja í þynnku og ég held að ég geti hreinlega sagt að ég hafi misst af bjartari hluta laugardagsins. Undir lok dags var tekið á smá video glápi.
Sunnudagur fór í að slá smá grasblett, vökva og gefa kisum að borða. Svo tók við smá tölvugrúsk hjá vini rétt hjá og já...allt í einu var helgin búin. Ég eldaði mér mjög grunsamlegan pottrétt úr afgöngum, en nú er ég líklega að hafa það. Matareitrun virkar hraðar en þetta...held ég.
Annars er ég bara að vinna þessa dagana og reyna að koma smá fókus á ritgerðarmál. Framundan er svona nokkuð ljóst hvað ég þarf að gera.
Sólrún, Dísa og Alexander byrja öll í skólanum í þessari viku. Sólrún raunar í morgun. Annað er nú ekki að frétta.
Ég dett stundum í hugsanir. Það er nú gott hugsið þið nú með ykkur. En já var að hugsa um texta í söngvum. Coldplay á alveg ágætis texta. Ég er mikið að hlusta á Clocks lagið þessa dagana. Magni tók það í Rockstar þættinum fyrir þau ykkar sem vitið hvað það er. Mæli með því að þið dúndrið laginu í eyra ykkar og spáið í textanum.
Jæja best að skella sér í bólið. Ég skal reyna að vera skemmtilegri næst.
kv.
Arnar Thor
Ummæli